Föstudagur 29. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Getum ekki borðað uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari segir minni neyslu almennt vera lykilinn að minni matarsóun. „Lykillinn er að kaupa minna og vera ábyrgur neytandi.“

 

Sjálf notar Hrefna smáforrit í símanum sem heitir Wunderlist, það forðar henni frá því að kaupa óþarflega mikinn mat sem endar á að skemmast inni í ísskáp.

„Ég skrifa jafnóðum inn í forritið það sem vantar úr búðinni og ég reyni að fylgja listanum alveg. Einnig skoða ég vel hvað er til heima og fer oft í búð. Ég kaupi ekki helling í einu heldur fer frekar oftar og kaupi minna magn sem ég veit að mun klárast. Svo reyni ég að elda bara akkúrat það magn sem við borðum. Ef það er afgangur erum við dugleg að taka með nesti í vinnuna eða nýta það daginn eftir. Svo er frystirinn góður vinur þess sem vill draga úr matarsóun. Þegar ég sé fram á að eitthvað verði ekki borðað innan tímamarka þá skelli ég því strax í frystinn svo það skemmist ekki í ísskápnum. Ef ávextir og grænmeti er þar á meðal þá hef ég skorið það niður og soðið í söltu vatni og svo sett í frystinn, þá er maður kominn með forsoðið grænmeti og ávexti í bústið.“

Hrefna segir mannkynið eiga langt í land hvað umhverfismálin varðar en hún segir augu fólks vera að opnast. „Það þarf dálítið að breyta hugarfarinu. Við getum ekki verið að borða uppáhaldsmatinn okkar á hverjum degi. Stundum þarf maður að borða bara það sem er til og svo hlakka til þess að fá sér svo uppáhaldið. Það er líka miklu skemmtilegra.“

Sjá einnig: Mælir með að stunda „dumpster diving“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -