Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Góðar vonir um bóluefni gegn klamydíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsóknir á nýju bóluefni gegn klamydíu gefa góð fyrirheit og standa vonir til þess að efnið verði komið á markað eftir fimm ár.

Sagt er frá gangi rannsóknana á vef læknablaðsins Lancet. Þetta er í fyrsta skipti sem rannsóknir á bóluefni af þessu tagi komast á það stig að vera prófaðar á mannfólki. Rannsóknir eru enn skammt á veg komnar og munu taka nokkur ár. Ef allt gengur að óskum gæti bóluefnið verið komið á markað innan fimm ára.

„Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem þær sýna að bóluefnið er öruggt og framkallar ónæmi sem mögulega gæti varist klamydíu. Næsta skref er að gera fleiri rannsóknir en þangað til vitum við ekki hvort efnið veiti fulla vörn. Við vonumst til að hefja næsta stig rannsókna á næsta eða þarnæsta ári. Ef þær rannsóknir ganga vel gætum við verið tilbúin með bóluefni eftir um það bil fimm ár,“ hefur BBC eftir Robin Shattock, einum vísindamannanna sem kemur að þróun bóluefnisins.

Klamydía er langalgengasti kynsjúkdómurinn á Íslandi. Í fyrra greindust 1.634 tilfelli sem þó var umtalsverð lækkun frá árinu á undan þegar skráð tilfelli voru 2.197 talsins. Klamydíubakterían getur valdið ófrjósemi hjá konum og þess vegna er mikilvægt að meðhöndla sjúkdóminn snemma, segir á vef landlæknis. Þar kemur jafnframt fram að smokkurinn sé eina vörnin gegn smiti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -