Grípandi sveimi sem auðvelt er að gleyma sér í

Skuggasveinn sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu en hún inniheldur fjögur frumsamin lög og heitir einfaldlega Skuggasveinn.

Guðlaugur Bragason, eins og hann heitir réttu nafni, segir plötuna vera einskonar „intro“ fyrir breiðskífuna sem kemur út í lok árs 2019. En tónlist hans má lýsa sem elektrónísku sveimi með grípandi laglínum sem auðvelt er að gleyma sér í. Þess má geta að nýverið kom út myndband við lag hans Lifandi.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is