Guli kjóllinn kominn í sölu og rýkur út

Guli kjóllinn sem Amal Clooney klæddist í konunglega brúðkaupinu hefur verið settur í sölu. Hann selst eins og heitar lummur.

Kjóllinn kostar um 160.000 krónur.

Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney er mikil tískufyrirmynd og vakti athygli í brúðkaupi Harry Bretaprins og Meghan Markle í sumar fyrir klæðaburð. Hún klæddist skærgulum kjól úr smiðju Stellu McCartney og var með hatt í stíl. Á vef Marie Caire er kjóllinn sagður hafa verið sérsaumaður á Amal og var því ekki fáanlegur í verslunum, þar til núna.

Snið kjólsins er í gamaldags anda og klæddi Amal afar vel. Kjóllinn er nú kominn í sölu og er fáanlegur á vefversluninni MatchesFashion.com fyrir upphæð sem nemur 160.000 krónum. Hatturinn er þó ekki til sölu.

Kjóllinn rýkur nú út úr vefversluninni og er uppseldur í flestum stærðum.

AUGLÝSING


Þess má geta að Amal er mikill aðdáandi hönnunar Stellu McCartney og hefur í gegnum tíðina klæðst kjólum, kápum, drögtum og öðru úr smiðju Stellu McCartney.

 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is