Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Gunnar neitar sök

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið bróður sínum að bana í Noregi segir að um slys hafi verið að ræða.

Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, bróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í aðfaranótt laugardags, neitaði í dag sök í yfirheyrslu hjá lögreglu. Segir Gunnar að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn og að um slys hafi verið að ræða.

RÚV hefur þetta eftir verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen sem segir jafnframt að Gunnar sé mjög leiður og niðurbrotinn vegna málsins. Í yfirheyrslunni hafi Gunnar hins vegar getað varpað ljósi á það sem gerðist kvöldið örlagaríka. Áður leit allt út fyrir að Gunnar hefði játað verknaðinn í Facebook-færslu á laugardagsmorgun og í norskum fjölmiðlum kom fram að hann hefði játað við handtöku.

Að sögn Arntzen var Gunnar yfirheyrður í fyrsta sinn í dag. Stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til 16.30.

Á RÚV segir að fréttastofu hafi ekki tekist að ná tali af Jens Bernhard Herstad, verjanda hins Íslendingsins, en til stóð að lögreglan yfirheyrði hann einnig í dag. Sá hefur líka neitað sök í málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -