Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hæðir og lægðir á HM

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óhætt er að segja að síðustu heimsmeistaramót hafi verið íslenska liðinu erfið og átta ár eru liðin frá því strákarnir okkar komust í hóp þeirra 10 bestu, það var í Svíþjóð 2011.

Á síðasta móti, í Frakklandi fyrir tveimur árum, hafnaði liðið í 14. sæti. Liðið átti erfitt uppdráttar frá fyrsta leik sem tapaðist með sex mörkum gegn Spáni. Það rétt skreið í 16 liða úrslit á markatölu eftir skyldusigur á Andorra og jafntefli gegn Makedóníu og Túnis. Það voru svo Frakkar sem sendu okkur heim strax í útsláttarkeppninni.

Hornamaðurinn knái, Valdimar Grímsson, var svo valinn í heimsliðið í lok móts 1997.

Besti árangur liðsins náðist í Kumamoto í Japan 1997 þar sem strákarnir okkar fóru hreinlega á kostum. Liðið fór taplaust í gegnum riðlakeppnina þar sem hæst bar stórsigur á sterku liði Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalandi) og Norðmenn voru svo afgreiddir í 16 liða úrslitum. Eina tap liðsins kom gegn Ungverjalandi í 8-liða úrslitum en sigur á Spáni og Egyptalandi tryggðu liðinu 5. sætið. Hornamaðurinn knái, Valdimar Grímsson, var svo valinn í heimsliðið í lok móts.

Næstbesti árangur íslenska liðsins er 6. sætið sem náðst hefur í tvígang, í Sviss 1986 og Svíþjóð 2011. Á því síðarnefnda lék liðið, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, við hvern sinn fingur í riðlakeppninni þar sem allir fimm leikirnir unnust. Liðið lenti hins vegar í geigvænlega erfiðum milliriðli þar sem leikir gegn Frakklandi, Spáni og Þýskalandi töpuðust, sem og leikurinn um 5. sætið gegn Króatíu. Alexander Peterson var valinn í heimsliðið að móti loknu.

HM í Portúgal var einnig frábært mót þar sem liðið var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Sárt eins marks tap gegn Spáni þýddi að liðið spilaði um 5. til 8. sæti þar sem 7. sætið varð niðurstaðan.

Mestu vonbrigðin eru án efa HM 1995 sem haldið var hér heima á Íslandi. Liðið fór reyndar ágætlega af stað og vann fyrstu leikina í riðlinum en svo fór að síga á ógæfuhliðina. Síðustu tveir leikirnir í riðlinum töpuðust og það voru svo Rússar sem veittu okkur náðarhöggið í útsláttarkeppninni þar sem íslenska liðið skoraði aðeins 12 mörk. Lokaleikur mótsins gegn Hvíta-Rússlandi tapaðist sömuleiðis.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -