Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

„Hæstvirtur forseti verður að starfa öðruvísi en bara sem blaðafulltrúi ríkisins”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hæstvirtur forseti verður að starfa öðruvísi en bara sem blaðafulltrúi ríkisins.” Þetta sagði Logi Einarson, formaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fundastjórn forseta á Alþingi.

Mikil óánægja ríkir meðal þingmanna Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingar. Hafa margir hverjir gagnrýnt Steingrím fyrir að breyta dagskrá þingsins með stuttum fyrirvara. Umræður um orkupakkan voru teknar af dagskránni seint í gærkvöldi. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar. „Þessi dagskrá hefur legið hér fyrir dögum og vikum saman. Eina sem gerðist núna var að það var ákveðið að færa mál sem hefur verið hér í einhverju þrætukeppni í þessum þingsal neðar á dagskrá.“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, fór hörðum orðum um Steingrím og sakaði hann um að starfa eftir eigin geðþótta. Þá sagði hann bera þetta merki þess að ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að ljúka þingstörfum. „Hún er ekki tilbúin með þau mikilvægi mál sem hún þarf að klára. Fjármálastefna er ennþá órædd í fjárlaganefnd,“ sagði hann og bætti við að hvergi væri fjármálaáætlun sjáanleg.

„Hverslags vinnubrögð eru þetta?“ spurði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks Fólksins. Þá gagnrýndi hann dagskrárbreytinguna og talaði um „leikhús fáránleikans“.

„Forseti hefði nú kannski mátt minnast á það að samkvæmt upphaflegri dagskrá ætti þingi að ljúka í dag,” sagði Logi og gagnrýndi skort á uppfærðri starfsáætlun þingsins „Mér finnst mjög merkilegt að dagskrá þingsins sé hér breytt í skjóli nætur á samráðs þingflokksformanna. Ég velti fyrir mér hver tilgangurinn er.” Þá segir hún erfitt að átta sig á hvort hægt sé að reiða sig á forseta þingsins.

„Ég skil hann ekki og ég er víst ekki sú eina.” sagði Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, og sakaði Steingrím um að vera viljandi óskýr. „Forseti háttvirtur er hálfgerður einráður núna.“ Steingrímur svaraði þá Halldóru: „Forseti hefur alveg eins á tilfinningunni núna að hann ráði bókstaflega ekki neinu” sagði hann og uppskar hlátur í salnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -