Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Hætti að drekka gos og missti 13 kíló á 3 mánuðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég man ekki hvenær ég byrjaði að drekka gos – ég var svo ung þegar ég tók fyrsta sopann. Ég hef alltaf elskað sætuna og gosið. Og tilfinninguna þegar loftbólurnar seitluðu niður hálsinn.”

Svona byrjar pistill Amöndu Ogle á vefritinu Women’s Health þar sem hún segir frá því þegar hún hætti að drekka gos til að lifa heilbrigðara lífi.

Skolaði matnum niður með gosi

Amanda segist hafa drukkið fimm til sex dósir af gosi á dag í uppvextinum og oft fylgdi ruslfæði með.

„Ég var í kringum tíu ára aldurinn þegar ég byrjaði að hugsa um mig sem feitt barn. Þá byrjaði ég að taka eftir því að fötin mín voru alltaf þröng og að flestar verslanir seldu ekki svölu fötin sem hinir krakkarnir voru í í minni stærð. Ég spilaði blak og körfubolta sem varð til þess að ég eignaðist vini og hreyfði mig, en ég breytti ekki matarvenjum mínum. Ég borðaði í raun meira og skolaði matnum niður með gosi því ég var alltaf svöng eftir æfingar,“ skrifar Amanda.

Hataði sjálfa sig

Hún segist hafa gert grín að líkama sínum til að fela eymdina innra með sér.

„Ég hataði sjálfa mig og líkama minn. Það eina sem lét mér líða betur var að borða og drekka gos. Ég skammaðist mín fyrir þyngdina mína, borðaði góða máltíð með köldum gosdrykk, leið vel í tíu mínútur eftir máltíðina og skammaðist mín síðan aftur og varð reið út í sjálfa mig fyrir að borða rusl. Þessi vítahringur endaði aldrei,“ skrifar Amanda og bætir við að hún hafi hætt að horfa í spegil á unglingsárunum því hún var svo óánægð með sig.

- Auglýsing -

Stanslaus höfuðverkur

Gosdrykkjan og matarvenjurnar höfðu mikil áhrif á heilsufar Amöndu, sem varð móðari á æfingum og þreyttari eftir því sem hún þyngdist meira. Þegar hún byrjaði í miðskóla ákvað hún að taka sig taki.

„Ég ákvað að ég væri búin að fá nóg. Ég vissi að ég þyrfti að breyta mataræðinu því ég hreyfði mig mjög mikið, þökk sé íþróttum. Fólk var alltaf að segja mér hve slæmt gos væri þannig að ég ákvað að hætta að drekka það og sjá hvort eitthvað myndi breytast,“ skrifar Amanda og bætir við að það hafi verið erfitt að hætta skyndilega.

„Ég fann fyrir löngun í sykur og ég var stanslaust með höfuðverk. Það skipti engu máli hve mikið vatn ég drakk. Ég reyndi nokkrum sinnum að svala sykurþörfinni með sætu tei en það virkaði ekki. Það kom fyrir að mig langaði að gefast upp og fá mér gos en ég vissi að þetta væri búið ef ég léti undan. Þannig að ég hélt minni stefnu. Eftir um það bil mánuð minnkaði löngunin í sykur og ég hætti að fá höfuðverk.“

Grét fyrir framan spegilinn

Amanda segir að í margar vikur hafi fólk sagt við hana að hún væri búin að léttast, en hún trúði því ekki alveg sjálf. Þannig að þegar hún þurfti að panta sér bol fyrir úrslitaleik í körfubolta, ákvað hún að panta hann í stærð Medium í staðinn fyrir Large sem hún notaði vanalega.

- Auglýsing -

„Þegar bolurinn kom man ég eftir að halda á honum inni á baðherbergi og segja við sjálfa mig: Ekki verða reið ef þetta passar ekki. Þú hefur örugglega grennst en það er allt í lagi ef hann passar ekki. Þú átt aðra boli til að vera í á leiknum. Ekki láta þetta koma þér í uppnám. Ég mátaði bolinn vandræðalaust þannig að ég ákvað að snúa mér við og snúa að speglinum. Bolurinn passaði og var meira að segja smá víður. Ég sá að ég var komin með grennra mitti og ég grét fyrir framan spegilinn. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hafði kíkt í spegil svo árum skipti. Ég hét því að halda þessu áfram og fara aldrei aftur í sama farið,“ skrifar Amanda.

800 kaloríur og 220 grömm af sykri á dag

Á aðeins þremur mánuðum léttist Amanda um rúmlega 13,5 kíló, bara með því að hætta að drekka gos. Eins og hún skrifar í pistlinum var hún að losa sig við átta hundruð kaloríur og 220 grömm af sykri á degi hverjum. Og líkamlegt ástand hennar batnaði líka til muna.

„Ég gat hlaupið hraðar, íþróttafötin mín voru ekki þröng lengur og mér leið líkamlega betur. Ég fann að ég var ekki að burðast með jafnmikla þyngd. Það veitti mér innblástur til að halda áfram og velja holla valkosti til að setja ofan í mig. Ég var með sjálfstraust sem aldrei fyrr og var á toppi heimsins,“ skrifar Amanda, en pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -