Þriðjudagur 23. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hættum að láta mistök skilgreina okkur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bloggarinn Sarah Sapora nýtur sífellt meiri vinsælda, en hennar meginmarkmið er að skrifa um líkamsvirðingu og hvernig við getum orðið sátt í eigin skinni á bloggsíðunni Sarah Plus Life.

Sarah er nú með rúmlega 150 þúsund fylgjendur á Instagram og birtir oft hvatningarorð til þeirra sem þurfa á því að halda.

Viðfangsefni hennar í Instagram-færslu gærdagsins var að takast á við fortíðina og að mistök geti í raun leitt okkur áfram á betri stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ímyndið ykkur hve miklu auðveldara það væri að gera eitthvað öðruvísi í lífinu ef við þurrkuðum út þá staðreynd að við dæmum okkur sjálf fyrir öll mistök í fortíðinni. Við þurfum ekki að láta eins og þau hafi ekki gerst heldur að viðurkenna mistökin og taka þau með okkur. Ímyndið ykkur hve miklu léttari við værum í sálinni ef við segðum: Ég sé hvað ég gerði en þetta er í fortíðinni og nú get ég valið aftur, í staðinn fyrir að segja: Ég gæti aldrei gert þetta því ég er of brotin,“ skrifar Sarah og ítrekar að hún er ekki að biðja um að fólk láti eins og mistökin hafi aldrei átt sér stað.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

„Ég er bara að biðja ykkur um að íhuga hve mikið auðveldara það væri að hætta að líða eins og mistökin skilgreini mann eða hamli manni.“

Höfum tækifæri til að velja aftur

Hún segir að það að sættast við fortíðina gefi manni tækifæri á að velja annað í framtíðinni.

„Það er fegurðin við nýjan dag, alla daga. Við höfum tækifæri til að velja aftur. Að endurskrifa. Búa til nýjar skilgreiningar. Mótaðar með ást. Bara eitthvað til að hugsa um.“

- Auglýsing -

Sarah hefur ávallt verið mjög opin um sína djöfla og sagði meðal annars í viðtali við Women’s Health í fyrra að hún hefði lifað óheilbrigðu lífi. Þegar hún var sem þyngst var hún rúmlega 160 kíló, en ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti þegar foreldrar hennar lentu á spítala árið 2015. Hún hefur losað sig við 35 kíló síðan þá, en mælir framfarirnar ekki í tölunni á vigtinni heldur hve miklum árangri hún hefur náð við að elska sjálfa sig og líkama sinn.

Í apríl í fyrra klæddist Sarah bikiní í fyrsta sinn í 25 ár og deildi fallegum myndum á Instagram til að halda uppá áfangann.

„Ég veit að líkami minn er sterkur, gallaður, fallegt verk í vinnslu og ég vel að fagna því í hverju skrefi í þessari vegferð,“ skrifaði hún við myndina.

A post shared by Sarah (@sarahsapora) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -