Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hagkaup hefur tedrykk í sölu með allt að 4% áfengismagni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lífrænt te sem inniheldur allt að 4% áfengismagn er til sölu í verslunum Hagkaups. Áfengismagnið næst þegar teið gerjast ofan í flöskunni. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum telja sölu Hagkaups á drykknum í andstöðu við lög. Hagkaup hefur ekki vínveitingaleyfi og er versluninni því ekki heimilt að selja drykki með svo miklu áfengismagni.

 

Vísir greinir frá.  Drykkurinn, sem heitir GT’s Kombucha, er flokkaður sem heilsudrykkur í verslunum Hagkaups. Aftan á flöskunni koma fram upplýsingar um gerjunina og hugsanlegt áfengismagn. Þá stendur framan á flöskunum að kaupandi þarf að hafa náð 21 árs aldri.

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa borist ábendingar um vöruna. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða,” sagði Árni Guðmundsson, formaður samtakanna, í samtali við Vísi. „Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis.“

„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætti Árni við.

Drykkurinn sem um ræðir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -