Heimsótti vinkonu sína og stal fatnaði frá nágrönnum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar á fatnaði, úr þvottahúsi í sameign fjölbýlishúss, í Austurbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Sakborningur, þrítug kona, var stöðvuð utandyra og afhenti fatnaðinn til baka. Hún viðurkenndi brotið og kvaðst hafa verið að koma úr heimsókn frá vinkonu sinni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bókaði rétt rúmlega sextíu mál í gærkvöld og nótt. Sex ökumenn handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Allir látnir lausir eftir sýnatöku. Þrír eru vistaðir í fangageymslu. Aðeins einn vegna sakamáls, hinir tveir eru í gistingu að eigin ósk vegna plássleysis í gistiskýlinu á Lindargötu.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is