Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Hélt í hönd Agnesar á meðan hún var hálshöggvin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fríða Bonnie Andersen, höfundur skáldsögunnar Að eilífu ástin sem hefur vakið mikla lukku, segir að myndmál sé stór hluti af lestrarupplifun sinni. Sjálfsagt eigi hún það móður sinni að þakka þegar hún las fyrir hana The Tall Book of Nursery Tales fyrir svefninn, ævintýri og dæmisögur, sem kenndu góða siði og örvuðu ímyndunaraflið. En hvaða bækur skyldu hafa haft djúpstæðust áhrif á rithöfundinn?

 

Kunni lengi vel ekki að meta ljóð

„Langir og flúraðir textar hafa ekki átt upp á pallborðið hjá mér. Lengi vel kunni ég heldur ekki að meta ljóð en hef þroskast sem betur fer og á ég Ásdísi Óladóttur og Unni Guttormsdóttur það að þakka. Bók Unnar, Það kviknar í vestrinu, er dæmi um ríkulegt myndmál sem höfðar til mín, glettnin ræður ríkjum þótt einnig megi finna alvarlegan og sáran undirtón.“

Sögurnar sneru öllu á hvolf

„Ég man hvað bók Vigdísar Grímsdóttur, Eldur og regn, hafði mikil áhrif á mig. Sögurnar sneru öllu á hvolf, mér leið eins og hún hefði rétt mér blöðru sem flestir hefðu látið sér nægja að blása upp og binda hnút á. En blöðru Vigdísar mátti fylla af vatni og sulla með, fylla af lofti og hleypa því aftur út og láta ýla í henni eða sleppa blöðrunni án þess að binda fyrir og leyfa henni að flögra stefnulaust út um hvippinn og hvappinn. Sögurnar hennar fóru með mig í óvæntar áttir.“

Ef til vill ekki harðsvíraður morðingi

- Auglýsing -
Náðarstund eftir Hönnuh Kent.

„Náðarstund eftir Hönnuh Kent í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar fannst mér mögnuð. Ég las hana fyrst og fremst vegna þess að séra Þorvarður sem var langafi konu minnar fékk það erfiða hlutverk að halda í hönd Agnesar á meðan hún var hálshöggvin. Fljótt var það aukaatriði því sagan var svo vel sögð og þýðing Jóns svo afburðavel gerð að ég las sumar setningarnar oft og dvaldi við þær. Sögulok eru líka áhrifarík því við Íslendingar þekkjum þessa sögu vel en ástralska höfundinum tekst að veita mun manneskjulegri sýn á Agnesi og skilur okkur eftir með þá hugsun að ef til vill hafi hún alls ekki verið sá harðsvíraði morðingi sem við töldum hana vera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -