Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Högni Egilsson talar gegn hvalveiðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson er á móti hvalveiðum og lætur í sér heyra.

Fyrr í mánuðinum gaf Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, út reglu­gerð sem heim­il­ar áfram­hald­andi veiðar á langreyði og hrefnu á næstu fimm árum. Skiptar skoðanir eru á hvalveiðum og hefur ákvörðun Kristjáns skapað mikla umræðu. Söngvarinn Högni Egilsson er einn á þeim sem er á móti hvalveiðum. Hann tjáði sig um málið á Facebook í gær og deildi frétt af vef CNN.

„Það eru greinar eins og þessi sem skaða ímynd íslands alvarlega á alþjóðagrundu. Þær knésetja heiður okkar sem náttúruunnendur og láta okkur líta út sem gráðuga villimenn sem virðast slétt sama um jörðina. Það ríkir sterk samstaða útí hinum stóra heimi um hvalavernd, það er alþjóðlegt bann á hvalveiðum sem við brjótum og nú með þessu nýtilkomna hvalveiðileyfis þar sem ráðherra leyfir veiði á 2000 hvölum næstu 5 árin, sendum við hávær skilaboð sem eru og mun halda áfram að draga úr straumi ferðamanna og almennan áhuga á þessari þjóð sem ætti að vera ekkert annað en ríki með vizku, kröftuga sköpun, mannúð og samstöðu sem gengur þvert á þjóðfélagsskalann,“ skrifar Högni og bendir svo á að reglulega lesi hann athugasemdir útlendinga um að þeir ætli sér ekki að ferðast til Íslands á næstunni vegna hvalveiðanna.

„Bönnum hvalveiðar! Bæði fyrir blessuðu dýrin, sjálfa hafguðina, en líka einfaldlega fyrir okkar veraldlega auð sem við þurfum til þess að skapa gott líf fyrir börnin okkar en líka ömmur okkar og afa og ég tala nú ekki um sjálf okkur,“ bætir hann við.

Færslu Högna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -