Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Hugsunin er alltaf sú sama“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elín Björg Jónsdóttir, fyrrum formaður BSRB, ræðir stöðuna á vinnumarkaði.

„Ég er bjartsýn á það að þeir sem sitja við samningaborðið núna nái góðum kjarasamningum sem fleyta okkur inn í framtíðina,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, fyrrum formaður BSRB, í samtali við Mannlíf um stöðuna á vinnumarkaði.

Hún segist ekki vilja gera of mikið úr því að nálgun deiluaðila sé frábrugðin því sem hún hefur séð áður í kjaraviðræðum. „Það eru stærri orð notuð, það má kannski orða það þannig, en auðvitað er hugsunin alltaf sú sama á bak við það; að ná eins góðum kjarasamningum og kostur er á hverjum tíma og tryggja að kaupmátturinn haldi. Þannig að það eru bara persónur og leikendur sem setja þetta í einhvern ákveðinn farveg. Stóra verkefnið er alltaf að ná eins góðum samningum og kostur er til þess að hækka kaupmátt launa.“

Þá lætur Elín Björg í veðri vaka að hún sé bjartsýn á að stjórnvöld leggi sitt á vogarskálarnar. „Stemningin er þannig í samfélaginu. Við erum öll ásátt um hvað það er sem þarf að gera. Spurningin er bara hversu mikið og hversu hratt, það þarf auðvitað að koma saman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -