Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Hundruð andstyggilegra athugasemda skrifaðar á samfélagsmiðlasíðu eins sjómannsins í hákarlamyndbandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mamma þín hefði átt að fara í fóstureyðingu.” segir í athugasemdum við opna færslu Halldórs Gústafs Guðmundssonar á Facebook. Halldór er einn skipverjanna sem skáru sporð af hákarli og birti myndband af gjörningnum.

Yfir 300 athugasemdir hafa verið skrifaðar á vegg Halldórs. Flestar eru afar neikvæðar í hans garð.

„Það er sérstakur staður fyrir hálfvita eins og þig í helvíti” skrifar annar. „Ég vona að einhver skeri af þér fæturna og láti þig blæða út, litla tík! Þú ert ekkert nema skítseiði, þú ert ekki einu sinni þess verðugur að vera kallaður manneskja, hvað þá maður! Farðu í rassgat!.”

Leikarinn Jason Momoa birti færslu á Instagram síðu sinni í gær þar sem hann fordæmir hegðun sjómannanna og segir þetta merki um hreinræktaða illsku. Momoa er þekktu fyrir hlutverk Aquaman í nýútkominni stórmynd um hetjuna. „Líf ykkar mun breytast að eilífu, ég hef aldrei séð neitt svona grimmt. Hláturinn ykkar gerir mig brjálaðan, ég hef aldrei viljað meiða manneskju jafn mikið og þegar ég heyrði hláturinn ykkar og hvað þið sögðuð.”

Sjá einnig: Myndandið virðist sýna „aðila sem eru vísvitandi að meiða og pynta dýr”

Í tilkynningu frá eiganda útgerðarinnar sem mennirnir störfuðu hjá kemur fram að þeim hafi verið sagt upp. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífríkið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur. Eigendur og útgerðaraðilar Bíldseyjar SH 65 eiga ekki annan kost en að hafna frekari vinnuframlagi manna sem sýna af sér slíka hegðun.“ Skipverjarnir geta átt vona á milljónum í sekt fyrir verknaðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -