Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Icelandair hættir við flug vegna Boeing 737 MAX

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagið hefur hætt flugum til og frá Cleveland og Halifax.

Icelandir hefur hætt við flug til Cleveland í Bandaríkjunum og Halifax í Kanada vegna kyrrsetningar Boeing 737 Max flugvélanna, sem félagið hefur notað í flugi til og frá borganna.

Í gærkvöldi greindi kanadíski fréttavefurinn The Chronicle Herald að ekkert verði af fyrirhuguðu flugi á milli Halifax og Keflavíkur, að því er fram kemur á RÚV. Þá er á vef fréttastofunnar Cleveland 19 greint frá því að Icelandair hafi á mánudag tilkynnt flugmálayfirvöldum í Cleveland í Bandaríkjunum að ekkert verði af flugi á milli Cleveland og Keflavíkur, sem átti að hefjast í maí.

Ástæðan er, eins og fyrr segir, rakin til kyrrsetningar Boeing 737 Max véla, en Boeing hefur kyrrsett allar slíkar vélar vegna galla í hugbúnaði þeirra, sem er talinn möguleg orsök tveggja mannskæðra flugslysa, annars vegar í Eþíópíu og hins vegar í Indónesíu.

Ekki hefur enn komið fram hvort  Icelandair muni alfarið hætta flugi til og frá Cleveland og Halifax eða hvort þessi ráðstöfun sé tímabundin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -