Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Formannskjör Íhaldsflokksins – Boris Johnson með flest atkvæði eftir fyrstu umferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta umferð í kosningu Íhaldsflokksins í Bretlandi um nýjan formann er lokið. Boris Johnson var með langflest atkvæði. Þá standa sjö frambjóðendur af tíu eftir, að honum meðtöldum.

RÚV greinir frá. Boris fékk 114 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Jeremy Hunt, sem var með næst flest atkvæði, fékk 43. Þá var Michael Gove með 37 atkvæði. Þrír frambjóðendur sem helltust úr lestinni fengu færri en sauján atkvæði. Þeir koma því sjálfkrafa ekki lengur til greina. Það eru þau Mark Harper, Andrea Leadsom og Esther McVey. Leadson og McVey voru einu konurnar í framboði.

Í næstu viku verður kosið á milli þeirra sjö sem eftir eru. Þá verða nokkrar umferðir þar til tveir frambjóðendur standa eftir. Atkvæðagreiðsla fer fram dagana 18-20. Júní og mun niðurstaða liggja fyrir 22. júní. Theresa May sem steig til hliðar sem formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands 7. júní síðast liðinn. Þá er nýr formaður flokksins líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -