Edda Sif úr Kópavogi í Vesturbæinn

Edda Sif Pálsdóttir flytur frá Furugrund yfir á Fálkagötuna.

Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir er að flytja úr Kópavogi í Vesturbæ en íbúðin sem hún býr í ásamt kærasta sínum, Vilhjálmi Siggeirssyni, er komin á sölu.

Íbúðin, sem er 56 fermetrar, er í Furugrund í Kópavogi og ásett verð er 32,9 milljónir króna. Íbúðina má skoða á vef fasteignasölunnar en Miklaborg sér um söluna. Þar er íbúðinni lýst sem góðri fyrstu eign í rólegu og grónu hverfi í Kópavogi.

„Þá er þessi dúllubína komin á sölu. Hér er sko gott að vera, gaman að horfa út og geggjað að drekka aperol á svölunum. Svo mælir Fróði með Fossvoginum til göngutúra,“ segir Edda Sif á Facebook.

Í september fjárfestu Edda Sif og Vilhjálmur þá í íbúð á Fálkagötunni í Vesturbæ.

AUGLÝSING


Mynd / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is