Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir æfingum sem hægt er að gera hvar sem er

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einkaþjálfarinn Sigrún María Hákonardóttir er 28 ára gömul og heldur úti heimasíðunni FitBySigrun þar sem hún deilir meðal annars æfingum og hollum uppskriftum. Við fengum hana til að mæla með æfingum sem hægt er að gera hvar sem er, en hún hefur nú þegar deilt hugmyndum að hollu nesti á ferðinni og æfingum með börnunum með lesendum Mannlífs.

Sigrún María einkaþjálfari með hugmyndir að hollu nesti fyrir fólk á ferðinni

„Það eru svo margar æfingar sem hægt að gera hvar sem er, það er bara spurning hvort maður nær að sparka nógu fast í rassinn á sér til þess að gera þær. Ég mæli með að vera með eitthvað svona „go-to“ set-up af æfingum og síðan velja þær æfingar sem maður er í stuði fyrir,” segir Sigrún María og heldur áfram.

„„Go-to“ set-up á æfingu gæti verið að gera æfingu í 30 sekúndur og hvíla síðan í 10 sekúndur. Síðan að endurtaka hverja æfingu þrisvar sinnum og velja allavega tvær æfingar. Þannig að þú gerir til dæmis hnébeygju í 30 sekúndur, hvílir í 10 sekúndur, gerir síðan armbeygjur í 30 sekúndur hvílir í 10 sekúndur. Svo ferðu aftur í gegnum þessar tvær æfingar með hvíldartíma þrisvar sinnum.”

Æft á meðan kvöldmaturinn mallar

Sigrún María segir ýmislegt í boði fyrir annasamt fólk sem vill samt ná inn hreyfingu yfir daginn.

„Ef maður vill reyna að hafa engar afsakanir fyrir að hreyfa sig ekki getur maður gert 10 mínútna æfingu á meðan maturinn er í ofninum, hvíla í 2 mínútur og síðan taka aftur 10 mínútna æfingu. Þá mæli ég með að stilla klukku á 10 mínútur og fara í gegnum eftirfarandi æfingar eins oft og hægt er, það sem er þekkt sem AMRAP – As many rounds as possible:

20x afturstig + rétta hendur beint fram (10 hvor fótur)

- Auglýsing -

5-10x plankalabb með armbeygju

5-10x burpee með hnébeygjuhoppi

Annars er hægt að taka smá sófa æfingu:

Farðu í gegnum eftirfarandi æfingar 2-5 sinnum

- Auglýsing -

20x hnébeygjuhopp með hliðarsparki (10 á hvorn fót)

40x axlarsnertur með annaðhvort hendur á sófa, hendur og fætur á gólfi, fætur á sófa eða hné og hendur í gólfi (fer eftir því hvort þú ert byrjandi eða ekki, auðveldast að vera með hendur á sófa)

10x hnébeygja með fót uppi á sófa (hægri fótur)

10x hnébeygja með fót uppi á sófa (vinstri fótur)

40x toe touches með fætur á sófa

Auðveldari útgáfa:

40x fjallaklifur

 

Hvíla eftir þörfum en reyna að hvíla ekki lengur en 40 sek og endurtaka allar æfingar aftur.”

Æfa strax á morgnana

Sigrún María segir jafnframt að það virki ekki fyrir alla að koma sér af stað í hreyfingu. Þá mælir hún með að leita til þjálfara eða sækja námskeið í líkamsræktarstöðvum.

„Þegar kemur að hreyfingu þá mæli ég með að koma henni inn í daginn strax um morguninn en ef það er enginn hvati til þess að byrja að hreyfa þig heima eða ein/einn í ræktinni að mæta þá í opna hóptíma, lokuð námskeið eða þá til þjálfara til þess að komast yfir byrjunar „hjallann”.”

Einkaþjálfarinn Sigrún María deilir 5 æfingum sem hægt er að gera með börnunum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -