Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Eldhúsið innréttað – hvernig nýtirðu rýmið best?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margt ber að hafa í huga þegar eldhús er innréttað, hvort sem það er verið er að gera upp gamalt eldhús eða innrétta í fyrsta skipti í nýju húsnæði. Við viljum nýta rýmið sem best og um leið hafa það fallegt fyrir augað og gera það að okkar. Við fórum á stúfana og fengum góð ráð hjá Berglindi Berndsen innanhússarkitekt en hún býr á Seltjarnarnesi og rekur sína eigin stofu á Fiskislóð 31 í Reykjavík.

Berglind Berndsen, innanhúsarkitekt, gefur góð ráð.

Hvað hefur þú í huga varðandi nýtingu þegar þú innréttar eldhús?
„Eitt af hlutverkum okkar arkitekta og innanhússarkitekta er að þarfagreina og aðstoða viðskiptavini okkar við að byggja upp draumaheimili sitt. Markmið mitt er ávallt að skapa fallega umgjörð og að örva upplifun fólks á hönnun rýmisins og innviðum þess. Það sem mikilvægast er að hugsa um er samband á milli skipulags og innra fyrirkomulags í sjálfu rýminu. Fólk hugar oft ekki nógu vel að grunnskipulaginu sjálfu. Það þarf að úthugsa rýmið svo besta nýting náist. Huga þarf að einföldu og góðu vinnufyrirkomulagi og miklu skápaplássi. Ef pláss er fyrir hendi reyni ég alltaf að hanna góðar eldhússeyjur eða extra djúpar innréttingar til að ná þessum eyjufíling.  Svo eru búr og tækjaskápar eitt best falda leyndarmál eldhúsa. Góð vinnulýsing skiptir einnig gríðarmiklu máli upp á heildarsamhengið og hefur mikil áhrif á líðan fólk.“

Lumarðu á góðum ráðum fyrir eldhús, til að gera það aðgengilegra?
„Mikilvægt finnst mér að skapa rúmgott eldhús fyrir fólk, með miklu skápaplássi, góðu vinnufyrirkomulagi og góðu flæði. Ég reyni einnig alltaf eftir fremsta megni að hanna stórar eyjur með góðri vinnuaðstöðu í eldhús og mynda þannig eina samræmda heild.“

Skiptir máli að hugsa eldhúsið sem vinnurými fyrst og fremst?
„Nei, alls ekki. Þar sem allir fjölskyldumeðlimir eru farnir að taka virkan þátt í eldhússtörfum, finnst mér í góðu lagi að hafa eldhúsið til dæmis sem hluta af borðstofu og stofu, það einfaldlega stækkar rýmið og flæði verður betra á milli rýma. Eldhús og borðstofa verða því oftast hjarta heimilisins.“

Hvernig hugsar þú efnisval í eldhúsi ?
„Ég leitast alltaf við að hafa efnisal í eldhúsum í samræmi við heildarhönnun hússins. Ég heillast mikið af náttúrulegum efnivið á móti mjúkum, til dæmis er ég ofboðslega hrifin af marmara og dökkbæsuðum innréttingum. Ég elti ekki mikið tískustrauma. Einfaldleiki og tímaleysi er hinn fullkomni grunnur fyrir mér sem auðvelt er að vinna með og breyta um liti og stemningu hverju sinni og án mikillar fyrirhafnar.“

- Auglýsing -

Ertu með ákveðinn gátlista sem vert væri að fólk færi yfir, þegar það ákveður að endurnýja eldhúsið eða hannar/skipuleggur nýtt eldhús?
„Það sem mér finnst mikilvægast fyrir fólk að hugsa þegar það ræðst í umfangsmiklar breytingar er að þær standist tímans tönn. Svo þarf að huga vel að vinnufyrirkomulagi og notagildi rýmissins, góðu skápaplássi og góðri vinnulýsingu. Þar sem það ríkir meiri skilningur í dag á arkitektúr, skipulagi og vönduðum vinnubrögðum er ég á því að við arkitektar getum sparað fólki mikinn tíma og mikla fjármuni með betri hönnun og nýtingu. Einlægni, traust og gott samband við verkkaupa er mjög mikilvægur þáttur upp á jákvæða upplifun í lok verks.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -