Lof mér að falla búin að hala inn 38 milljónir

Kvikmynd Baldvins Z langvinsælasta kvikmynd landsins.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla var langvinsælasta kvikmynd landsins í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðastliðna helgi voru rúmar 12.4 milljónir og samtals eru tekjur af Lof mér að falla orðnar tæpar 38 milljónir króna.

Ekkert lát virðist á vinsældum myndarinnar, enda hefur hún hlotið einróma lof gagnrýnenda og hrist rækilega upp í áhorfendum.

Næstvinsælasta mynd helgarinnar var spennu-geimverutryllirinn Predator, sem er ný á lista, en tekjur myndarinnar voru mun lægri en tekjur Lof mér að falla, eða rúmar 3.3 milljónir.

Mynd númer þrjú á íslenska bíóaðsóknarlistanum er síðan hrollvekjan The Nun, sem fór niður um eitt sæti á milli vikna.

AUGLÝSING


Tvær nýjar myndir til viðbótar voru á aðsóknarlistanum í nýliðinni viku. Rómantíska gamanmyndin Little Italy fór beint í 12. sæti listans og í 14. sætinu er Sorry to Bother You.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is