Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Netið hans Inters kemur til bjargar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Teitur Atlason, fulltrúi hjá Neytendastofu

Orðið jól er svolítið merkilegt í samhengi íslenskunar. Það er ekki vitað með vissu hvaðan það kom og hvernig það kom og áhöld eru um það hvert það sé að fara. Það sem er vitað er að orðið er eldgamalt og finnst í tungumálum sem eru af sama meiði og íslenskan. Orðið er svo gamalt að líkur benda til þess að orðið hafi þvælst inn í finnska tungu fyrir langa, langa löngu en þar er að finna orðið juhla.

Við vitum auðvitað hvað orðið þýðir í dag en getum okkur bara til um hvað orðið þýddi fyrndinni. Ein skemmtilegasta tilgátan er sú að orðið jól sé tengt orðinu hjól. Sé sú tilgáta kollgátan smellpassar merkingin við hringrás lífsins sem jólin sannarlega þýða ef við rótum okkur í gegnum nokkur lög af seinni tíma útskýringum.

Jólin eru skurðpunktur endisins og byrjunarinnar. Dauði dauðans og upphaf lífsins. Eftir þennan dramatíska inngang langar mig að loksins að koma að einu máli sem er árvisst og tengist jólunum mjög sterkum böndum en eins og lesendur eru væntanlega búnir að fatta, þá er ég að tala um útsölurnar eftir jól. Þessi pistill er um neytendamál, ef einhver hefur ekki áttað sig á því.

Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á það (alltaf á sama tíma um jólin, hringrásin, þið munið) að þótt allir skilji að það þurfi að klára jólabirgðirnar sem fyrst, þá gengur varla að láta þá sem fá mörg eintök af sömu bókinni gjalda þess með eins freklegum hætti og lýst er að ofan.

Vinsælustu gjafirnar á Íslandi eru bækur. Það er skemmtilegur siður og gagnlegur frá ýmsum sjónarhornum séð. Bókasala í desember er sennilega jafnmögnuð og alla hina mánuði ársins. Þessi mikla sala skiptir sköpum fyrir bókaútgáfuna í landinu, rithöfunda, útgefendur og auðvitað lesendur. Vinsælustu bækurnar seljast í þúsundum eintaka. Þær allra vinsælustu seljast i meira en tíu þúsund eintökum. Eins og gefur að skilja, fá margir sömu bókina þegar ástandið er svona. Allir kannast við að hafa fengið tvö eða fleiri eintök af sömu bókinni. Gárungarnir kalla þetta að fá „Arnald“ en ég tel mig ekki til þeirra og nefni þetta aðeins að gamni.

En hvað gerist svo þegar búðirnar opna eftir jól? Jú, útsölurnar mæta á sviðið með sínar galopnu dyr og flennistóru auglýsingar. Bók sem keypt var á 5000 krónur, kostar nú skyndilega 3000 krónur.

- Auglýsing -

Nú ætti að staldra við og fá sér Tópas. 5000 krónur breytast í 3000 krónur! Hvað varð um mismuninn! Hvert fór hann! „Moneyheaven,“ gæti einhver ósnotur sagt í spurnartón. Nei, góðu lesendur. Mismunurinn fór ekki til himna og dvelur við hásæti englanna til að dæma lifendur og dauða.
Nei, hann varð barasta eftir í búðinni.

Þetta er ósanngjarnt. Neytendasamtökin hafa ítrekað bent á það (alltaf á sama tíma um jólin, hringrásin, þið munið) að þótt allir skilji að það þurfi að klára jólabirgðirnar sem fyrst, þá gengur varla að láta þá sem fá mörg eintök af sömu bókinni gjalda þess með eins freklegum hætti og lýst er að ofan.

Sá sem kaupir fyrir 5000 krónur og skilar vörunni, á að fá innleggsnótu fyrir sömu upphæð. Best væri auðvitað ef hann fengi peningana til baka en því er ekki fyrir að fara enda eru ekki til lög um skilarétt á Íslandi og aðeins miðast við verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið setti árið 2000. Þetta gildir þó ekki um netsölu því þar er kveðið skýrt á um endurgreiðslu. Sá sem vill tryggja sig gegn svona uppgufun fjármagns, ætti því að nota netverslanir í stað hefðbundinna verslana.

- Auglýsing -

Það eru fleiri fletir á þessu skrýtna máli, rétt eins og með hið eldgamla orð jól sem minnst er á í inngangi þessa pistils. Ef við höldum okkur við dæmið að ofan þar sem bók er keypt á 5000 en kaupandinn fær bara 3000 til baka (í formi innleggsnótu – því er verr og miður) þá verða 2000 krónur eftir í búðinni. Þessar 2000 krónur fær búðareigandinn fyrir að selja EKKI bók. Hann fær 2000 krónur fyrir ekki neitt. Og sé miðað við eðlilega framlegð (það sem búðin græðir á hverri seldri bók) þá eru 2000 krónur mjög ásættanleg framlegð og jafnvel hærri en fyrir selda bók.

Þetta er sérstakt eins og margt annað sem tengist jólunum. Nú væri óskandi að bóksalar tækju sig saman í sönnum jólaanda og gæfu fólki færi á að fá rétt til baka þegar bókum er skilað. Það þarf ekki að setja upp útsöluskiltið alveg um leið og færi gefst. Það má flýta sér hægt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -