Sá sem hefur heppnina með sér fær bókunina endurgreidda

Utan um nýjasta tölublað Mannlífs, sem kom út í morgun, er kápa frá flugfélaginu WOW air þar sem skemmtilegur leikur er kynntur sem vert er að segja frá.

Til mikils er að vinna í leik WOW air því einn heppinn þátttakandi í leiknum fær heildarbókunina sína að fullu endurgreidda, sama hversu margir eru í bókuninni eða hvert er flogið. Ekki amaleg byrjun á árinu það!

Til að taka þátt þarf að nota kóðann WOWLUKKA við bókun sem veitir 20% afslátt af flugverði á fjölmörgum flugdagsetningum. Þann 16. janúar verður svo dregið úr þeim bókunum sem gerðar voru með kóðanum.

Allir sem slá inn kóðann við bókun frá 10.-14. janúar fara í lukkupottinn. Afsláttarkóðinn WOWLUKKA er í gildi til miðnættis 14. janúar 2019 eða á meðan birgðir endast.

Lukkupotturinn er opinn öllum þeim sem slá inn kóðann WOWLUKKA við bókun, hvort sem afsláttur er veittur af bókuðu flugi eða ekki.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is