Sterkari viðbrögð við ásökunum – í krafti fjöldans

Fyrrverandi ráðherra, sendiherra og formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur verið mikið í samfélagsumræðunni undanfarnar vikur eftir að fjórar konur stigu fram opinberlega og töluðu um meint kynferðisáreiti hans í þeirra garð.

Ásakanir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni en í kjölfar umræðunnar nú má sjá breytingu á viðhorfi almennings – þá og nú.

Töluvert var fjallað um óviðeigandi bréf Jóns Baldvins til systurdóttur eiginkonu sinnar, Guðrúnar Harðardóttur, árið 2012 en eftir því sem árin liðu fennti yfir málið og fór Jón Baldvin að koma fram í fjölmiðlum á ný, meðal annars sem viðmælandi hjá Ríkissjónvarpinu og eins var hann með þætti í útvarpinu.

En fyrrnefnd atburðarás í byrjun árs kom málum Jóns Baldvins aftur í umræðuna. Í kjölfarið var stofnaður metoo-hópur á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem fleiri konur greindu frá reynslu sinni af samskiptum og meintri ósæmilegri háttsemi Jóns Baldvins. Í vikunni var opnuð vefsíða með vitnisburðum þessara kvenna.

Greina má ákveðinn viðsnúning síðan Guðrún steig opinberlega fram á sínum tíma. Það má bersýnilega sjá á viðbrögðum almennings á samfélagsmiðlum og í fréttaflutningi. Þá hafa fleiri konur stigið fram og sagt frá reynslu sinni og upplifunum. Einnig hafa framámenn og konur – sem áður þögðu – komið fram og tekið afgerandi afstöðu sem ekki var algengt fyrir einungis nokkrum árum síðan.

AUGLÝSING


Hægt er að lesa ítarlega yfirferð yfir málið í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is