Íslenskir þjálfarar eiga sviðið

Íslenskir handboltaþjálfarar eru greinilega í miklum metum á alþjóðavettvangi og á HM í ár verður sú einstaka staða uppi að fimm íslenskir þjálfarar munu leiða lið sín út á völlinn í Danmörku og Þýskalandi.

Guðmundur Þór Guðmundsson mun að sjálfsögðu stýra íslenska liðinu en hann náði einnig því afreki að koma liði Barein á HM með því að ná öðru sæti á Asíuleikunum. Hann hætti með Barein til að taka við íslenska liðinu en forsvarsmenn handboltasambandsins þar í landi voru greinilega hæstánægðir með íslensku áhrifin og réðu Aron Kristjánsson til að koma í hans stað. Aron þjálfaði áður lið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni.

Dagur Sigurðsson verður í eldlínunni með japanska liðið sem hann tók við árið 2017 og Patrekur Jóhannesson með það austurríska sem hann hefur þjálfað frá árinu 2011. Hann er nú þjálfari Selfoss en mun í sumar taka við danska stórliðinu Skjern. Loks mun Kristján Andrésson, nýkjörinn þjálfari ársins, stýra landsliði Svíþjóðar. Hann hefur náð virkilega góðum árangri með Svíana og komst óvænt í úrslitaleikinn á EM í Króatíu þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Spáni í úrslitaleik.

Árið 2015 voru íslensku þjálfararnir fjórir talsins. Aron þjálfaði þá íslenska liðið, Dagur stýrði þýska liðinu, Guðmundur því danska og Patrekur sem fyrr með Austurríki.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is