Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Jóhannes Haukur leikur á móti Mark Wahlberg: „Minns að fara að leika í mynd í úglöndum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mun leika í sci-fi mynd leikstjórans Antoine Fuqua, Infinite.

Mótleikari hans er Mark Wahlberg, sem áður hefur unnið með íslendingi í kvikmynd, en hann lét í mynd Baltasar Kormáks leikstjóra, Contraband, árið 2012.

Mark Wahlberg

Myndin Infinite fjallar um Evan Michaels sem er ofsóttur af minningum um tvö fyrri líf hans. Michaels uppgötvar aldagamalt leynifélag, Cognomina, sem samanstendur af einstaklingum í sömu stöðu og hann, menn sem muna fyrri líf sín að fullu og hafa breytt mannkynssögunni. Michaels leitar eftir að verða meðlimur leynifélagsins.

Myndin byggir á skáldsögu D. Eric Maikranz, The Reincarnationist Papers og verður sýnd 7. ágúst 2020.

„Frétt um minns að fara að leika í mynd í úglöndum. Mikil spenna og gleði. Fæ að gera fullt skemmtilegt með skemmtilegu fólki,“ skrifar Jóhannes Haukur á Facebook-síðu sinni, en hann er orðinn alvanur að leika á móti erlendum stórstjörnum, enda ein af stórstjörnum Íslands á hvíta tjaldinu.

Á meðal nýjustu mynda hans eru Where´d You Go, Bernadette með Cate Blanchett, The Good Liar með Helen Mirren og Ian McKellen og Netflix myndin um Eurovision, sem mikið hefur verið skrifað um hér heima. Jóhannes Haukur mun einnig leika á móti Vin Diessel í Bloodshot.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -