Klæðist píkubuxum í nýju myndbandi

Tónlistar- og leikkonan Janelle Monáe frumsýndi myndband við nýja lagið sitt PYNK á YouTube í gær, en myndbandinu var leikstýrt af Emmu Westenberg.

Athygli vekur að Janelle, og nokkrir af dansurum hennar, klæðist buxum í myndbandinu sem líta út eins og píka. Í einu atriðinu liggur kona á milli fótleggja Janelle og er það mjög áhugavert sjónarspil.

„PYNK er blygðunarlaus fögnuður sköpunar, sjálfsástar, kynhneigðar og píkukrafts!“ stendur í lýsingu á myndbandinu á YouTube.

AUGLÝSING


PYNK er lag af væntanlegri plötu Janelle, DIRTY COMPUTER. Það er hennar þriðja breiðskífa og kemur hún út þann 27. apríl næstkomandi.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is