Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Lá fyrir, bæði pólitískt og praktískt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við fengum Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans og Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóra KOM, til að segja sitt álit á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
„Það lá fyrir, bæði pólitískt og praktískt, að Sigríður Á. Andersen gat ekki setið áfram sem dómsmálaráðherra eftir að dómur í Landsréttarmálinu féll á þriðjudag. Pólitískt var ljóst að VG myndu ekki verja hana aftur vantrausti, sem stjórnarandstaðan var þegar búin að boða, í ljósi þess hversu afdráttarlaus áfellisdómur dómstólsins var. Praktískt séð skapaði dómurinn mikla réttaróvissu og gerði Landsrétt samstundis, að minnsta kosti tímabundið, óstarfhæfan. Flókið verkefni er fram undan að finna út úr þeirri réttaróvissu sem er til staðar og við blasti að Sigríður gat ekki leitt þá vinnu í ljósi þess að það voru hennar ákvarðanir sem skópu ástandið. Þrátt fyrir að Sigríður sjálf væri borubrött í viðtölum á þriðjudag, og segðist ætla að sitja sem fastast, vakti algjör þögn samstarfsflokkanna athygli. Úr henni var hægt að lesa að sú afstaða naut sannarlega ekki fulls stuðnings í ríkisstjórninni, sérstaklega hjá VG. Enda var Sigríður búin að segja af sér nokkrum klukkutímum eftir að Katrín Jakobsdóttir kom til landsins á miðvikudagsmorgun og fundaði með formönnum hinna stjórnarflokkanna.“

Björgvin Guðmundsson.

Bjögvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri KOM
„Ákvörðun Sigríðar Andersen, að fara úr ríkisstjórninni á meðan Landsréttarmálið er til lykta leitt, er virðingarverð og sýnir að henni er umhugað um þann málaflokk sem hún hefur haldið utan um í dómsmálaráðuneytinu. Ákvörðunin er rökrétt til að skapa ákveðinn vinnufrið svo orka stjórnmálamanna fari í að ræða lausn málsins en ekki pólitíska stöðu ráðherrans. Sú úrlausn mun ekki fást án átaka þótt Sigríður stígi til hliðar. Val á dómurum er sígilt þrætumál, ekki bara á Íslandi. Þegar finna átti jafnvægi milli aðkomu sérfræðinga og fulltrúa almennings í ákvarðanatöku, gerðust sérfræðingarnir í hæfisnefnd svo ósvífnir að meta 15 af 37 umsækjendum hæfa. Sama fjölda og ráðherra og svo Alþingi áttu að samþykkja. Allt var þetta matskennt og gjörsamlega fráleitt. Þá hófst þessi vegferð sem ekki sér enn fyrir endann á. Líklegt er að samþykkja þurfi ný lög um Landsrétt og leggja þennan niður. Og deilur um dómaraval hverfa ekkert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -