Lét drauminn loksins rætast

Nicole Kidman birti mynd á Instagram af nýjasta fjölskyldumeðlimnum og greindi frá því að nú hefði gamall draumur ræst.

Leikkonan Nicole Kidman var að láta gamlan draum rætast og fá sér hund. Hún birti mynd af krúttinu á Instagram í gær.

„Fyrsti hvolpurinn minn…reyndar fyrsti hundurinn minn. Hef beðið eftir þessu allt mitt líf,“ skrifaði Nicole við myndina.

Nicole hefur ekki greint frá því hvað hundurinn heitir né hvaða tegund hann er en um einhverskonar púðluhund er að ræða.

Myndina má sjá hér fyrir neðan.

AUGLÝSING


 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is