Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Lét „fótósjoppa“ látinn unnustann inn á myndirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hin bandaríska Debbie Gerlach vildi minnast látins unnusta síns með því að fara í myndatöku skömmu fyrir daginn sem átti að verða brúðkaupsdagurinn þeirra. Hún lét svo „fótósjoppa“ unnustann inn á myndirnar.

Þann 11. nóvember ætluðu þau Debbie Gerlach og Randy Zimmerman að ganga í hjónaband. En í febrúar á þessu ári breyttist tilvera Debbie þegar Randy lést í mótorhjólaslysi.

En þrátt fyrir fráfall unnusta hennar ákvað Debbie að fara í myndatöku í brúðarkjólnum rétt fyrir daginn sem átti að verða stóri dagurinn þeirra. Debbie fékk ljósmyndarann Kristie Fonseca með sér í lið sem myndaði hana líkt og að um brúðkaupsmyndatöku væri að ræða. Svo tók hún gamlar myndir af Randy og „fótósjoppaði“ hann inn á myndirnar.

Fonseca sagði í viðtali við Yahoo Lifestyle að Debbie hefði staðið sig vel fyrir framan myndavélina og hafi ekki átt í neinum vandræðum með að setja sig í stellingar sem auðvelt var að vinna með.

Myndirnar hafa vakið mikla athygli síðan Fonseca birti þær á vef sínum. Þá birti Debbie þær einnig á Facebook ásamt hjartnæmri kveðju. „Dagurinn í dag átti að verða dagurinn sem mig hefur dreymt um síðan ég var lítil stelpa. En í dag vaknaði ég ein, eins og ég geri á hverju degi,“ skrifaði hún meðal annars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -