Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lítið vitað um íslenska tóbakið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varað hefur verið við því að stóraukin tóbaksnotkun muni skila sér í hrinu krabbameina þegar fram í sækir. Um það er þó ekkert hægt að fullyrða því engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum íslenska neftóbaksins.

Í nýjasta tölublaði Mannlífs er fjallað ítarlega um stóraukna munntóbaksnotkun á meðal Íslendinga, en í fyrra seldust tæplega 45 tonn af íslensku munntóbaki sem að mestu er notað í vor. Aldrei áður hefur selst jafn mikið magn af tóbaki. Áhrifin af þessari miklu notkun eru þó enn ekki komin fram.

„Ég hef ekki séð neitt tilfelli á Íslandi enn þá þar sem einhver hefur fengið krabbamein í munn en reynslan af því að troða íslensku neftóbaki upp í munninn er ekki enn komin fram,“ segir Hannes Hjartarson, háls-, nef- og eyrnalæknir, sem hefur áratuga reynslu af lækningum á krabbameini í höfði og hálsi.

Umtalsverður munur er á íslensku neftóbaki og sænsku munntóbaki. Ekki bara er það íslenska umtalsvert sterkara og þar af leiðandi meira ávanabindandi heldur er kornastærðin meiri, það er bæði grófara og þurrara. Hannes undrast þá stefnu stjórnvalda að banna innflutning á sænsku munntóbaki, sem hefur verið margrannsakað, en á sama tíma heimila sölu á því íslenska sem ekkert er vitað um. „Það er búið að gera fjölda rannsókna í Svíþjóð og það hefur aldrei verið sýnt fram á að það valdi krabbameini í munni eins og margir hafa verið að slúðra um. Þótt það vissulega valdi ofholdgun og bólgum. Þess vegna væri miklu eðlilegra að nota það sem búið er að rannsaka og er ekki krabbameinsvaldandi frekar en eitthvað sem er miklu sterkara og við vitum ekkert hverjar afleiðingarnar eru til lengri tíma litið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -