Lítill Hatari kom í heiminn í gærkvöldi

Klemens Hannigan og Ronja Mogensen eignuðust dóttur í gærkvöldi. Þetta er annað barn parsins en fyrir eiga þau dótturina Valkyrju sem fagnar tveggja ára afmæli á árinu.

Ronja tilkynnti um fæðinguna á Instagram„Ég fæddi aðra dóttur, í baðkarið mitt, ein með sjálfri mér (og Klemens),” skrifaði Ronja á Instagram. Klemens er annar söngvara fjöllistahópsins Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision í maí síðast liðinn.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is