Þriðjudagur 19. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Lögreglan rannsakar hatursglæp í Breiðholti: Hrækti á fólkið og sagði það ekki velkomið á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það sem setur þó að mér mestan óhug er að atburður sem þessi eigi sér stað um hábjartan dag í landi sem kennir sig við öryggi og friðsæld,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslima sem urðu fyrir árás íslenskrar konu í Breiðholti í gær.

Í dagbók lögreglunnar í morgun sagði frá því að veist hafi verið að þremur múslímskum konum í Breiðholti um kvöldmatarleytið í gær. Var lögregla kölluð á vettvang og málið rannsakað sem hatursglæpur. Frekari lýsingar á atvikinu var ekki að finna í færslu lögreglunnar.

Þórunn Ólafsdóttir lýsir málsatvikum á Facebook síðu sinni, en aðstandandi kvennanna setti sig í samband við hana eftir atvikið. Hún segir svo frá:

„Í ljós kom að árás hafði átt sér stað. Ekki þó í Sýrlandi, heldur um hábjartan dag í Reykjavík. Á hinum enda línunnar var kær vinur okkar, ráðist hafði verið fólskulega á fjölskylduna hans í jafn hversdagslegum aðstæðum og innkaupaferð í Bónus. Fjölskyldan var á leið út úr versluninni þegar kona veittist að þeim, fyrst með ókvæðisorðum en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði tilraunir til að rífa í hijab kvennanna, sem er þekkt aðferð hatursglæpamanna til að niðurlægja múslima. Tilefni árásarinnar var hatur í garð innflytjenda og múslima. Í landinu sem ætlaði sér að veita fjölskyldunni öruggt skjól. Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.“

Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi.

Þórunn segir að fólkið hafi hringt á lögreglu sem hafi ekki séð ástæðu til að mæta á staðinn en það hafi ekki verið fyrr en hún hringdi sjálf í lögregluna sem brugðist var við. „Nú ætla ég ekki að þykjast hafa meira vit á vinnubrögðum lögreglunnar en hún sjálf, en hvernig hefði þetta mál endað ef fjölskyldan hefði ekki átt bakland sem gat gengið í málið? Hversu mörgum svona árásum heyrum við aldrei af?“

Þórunn er slegin yfir því að jafn alvarlegur atburður sem þessi geti átt sér stað um hábjartan dag á Íslandi.  Staðreyndin sé hins vegar sú að hatursorðræða, rasismi og íslamófóbía færist á aukanna á Íslandi. „Sú ógnvænlega þróun á sér margar skýringar og fjölmargir sem bera þar mikla ábyrgð – stjórnmálafólk, fjölmiðlar og fólkið sem veitir þessum hugmyndum brautargengi og fjöldinn sem lætur þær óáreittar. Hvernig samfélag viljum við eiginlega vera?“

Lögreglan rannsakar málið.

- Auglýsing -

Þegar ég kom heim seinni partinn í gær var Kinan í símanum. Tónninn í röddinni gaf sterklega til kynna að eitthvað mikið…

Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Þriðjudagur, 16. júlí 2019

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -