Losaði sig við 27 meðgöngukíló á fjórtán mánuðum - Mannlíf

Losaði sig við 27 meðgöngukíló á fjórtán mánuðum

Leikkonan Blake Lively eignaðist sitt annað barn með leikaranum Ryan Reynolds, hnátuna Inez, í september árið 2016. Fyrir áttu þau dótturina James, þriggja ára.

Hún birti mynd á Instagram í gær af sér og einkaþjálfara sínum, Don Saladino, greinilega stolt af því að vera búin að losa sig við meðgöngukílóin, sem voru alls rúmlega 27 talsins.

„Viti menn, maður losnar ekki við 27 kílóin sem maður bætir á sig á meðgöngunni með því að skrolla í gegnum Instagram og velta fyrir sér af hverju maður lítur ekki út eins og bikinífyrirsæta,“ skrifar Blake við myndina og bætir við:

„Takk @donsaladino fyrir að koma mér í form. Það tók tíu mánuði að bæta þessu á mig, fjórtán mánuði að losna við þetta. Ég er mjög stolt.“

Leikkonan komst nýverið í fréttir eftir að hún slasaðist á hendi á meðan hún lék í áhættuatriði í nýjustu kvikmynd sinni, The Rhythm Section, en hún lætur meiðslin greinilega ekki stöðva sig.

Texti / Lilja Katrín
lilja@birtingur.is

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift