Clicky

 

Manuela býður fylgjanda sínum í varastækkun

Fylgjendur Manuelu á Instagram geta átt von á að vinna varastækkun.

Samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk Harðarsdóttir nýtur mikilla vinsælda á Instagram en hún er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Reglulega heldur hún gjafaleiki og gleður fylgjendur sína með ýmsu góssi.

Nýjasti gjafaleikurinn er þó ansi sérstakur því um fegrunaraðgerð er að ræða .

„Í samstarfi við The Ward á Íslandi ætla ég að gefa einum heppnum einstakling varafyllingu og mótun,“ skrifar Manuela og tekur fram að 18 ára aldurstakmark sé í leikinn.

Það er greinilegt að margt fólk hefur áhuga á að láta stækka varir sínar því á einni klukkustund höfðu 430 fylgjendur Manuelu skráð sig til leiks.

AUGLÝSING


Umrædda færslu má sjá hér fyrir neðan.

Mynd / Styrmir Kári

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is