Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Matvöruverð á Íslandi helmingi hærra en meðaltal Evrópu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðlag á mat og drykkjarvöru á Íslandi var það þriðja hæsta í Evrópu árið 2018. Verðlagið var 48% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna sem eru 28 talsins. Þetta kemur fram í Facebook færslu Hagstofu Íslands.

 

Mynd: Hagstofa Íslands

Hæst var verðlagið í Noregi samkvæmt tölum Hagstofu Evrópusambandsins. „Það er sykurskattur hjá þeim í Noregi,” segir Auður Alfa Ólafsdóttir, Verkefnastjóri Verðlagseftirlits ASÍ. Hún bendir á að kex, nammi og annar sykur er dýr þar í landi. „Við skoðuðum verðlag á Norðurlöndunum í janúar síðast liðinn,” segir hún. „Þar kom fram að Ísland var dýrast.”

Í samantekt ASÍ voru sykraðar vörur ekki mældar með í matvælakörfunni. „Við höfum verið að taka grunnvörur og bera saman, aðallega landbúnaðarvörur því það er erfitt að finna sömu vörur í búðum úti og hér.” Þessi áherslumunur getur útskýrt niðurstöður Hagstofu Evrópusambandsins. Það er að sykraðar vörur eru afar dýrar í Noregi.

Aðspurð segir Auður erfitt að segja til um hvort að sykurskattur hérlendis myndi hafa áhrif á niðurstöður Íslands. „Hann ætti að lækka aðrar vörur, segir hún og bætir við; „Svo er þetta spurning um í hvaða hlutfalli þessar vörur eru keyptar, ef að kex og sykur vega þungt í körfunni.“

Mynd: ASÍ

Samkvæmt niðurstöðum verðkönnunar ASÍ er vörukarfa í Reykjavík 67% dýrari en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Í könnuninni er borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð. Þá var 40% verðmunur á Reykjavík og Osló þar sem hún var næst dýrust.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -