Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

MAX vélarnar líklega ekki á loft fyrr en á næsta ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Líkur eru á því að Boeing 737 MAX flugvélarnar fari ekki aftur í loftið fyrr en á næsta ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa bundið vonir við að kyrrsetningu vélanna verði aflétt í haust.

Allar Boeing 737 MAX flugvélar voru kyrrsettar eftir mannskæð flugslys í Indónesíu og Eþíópíu. Upphaflega gilti kyrrsetningin til 16. júní en henni hefur ítrekað verið frestað og á dögunum kom fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallarinnar að kyrrsetningin muni vara til loka október. Af hálfu Boeing hefur engin tímasetning verið tilgreind en þar hafa menn stefnt leynt og ljóst að því að koma vélunum aftur í loftið í haust.

Wall Street Journal hefur hins vegar eftir heimildamönnum sínum að janúar 2020 sé mun raunhæfari tímasetning. Bæði taki lengri tíma að þróa og sannreyna hugbúnaðinn sem talinn er hafa valdið flugslysunum og að uppfæra þjálfun flugmanna, auk þess sem fleiri spurningar hafa vaknað um öryggi vélanna.

Vísað er til þess að flugfélög vestanhafs hafi nú þegar aðlagað sínar flugáætlanir miðað við að vélarnar fljúgi aftur í lok þessa árs, til að mynda American Airlines sem miðar nú við 2. nóvember. Er þetta í fimmta skipti sem American Airlines tilkynnir um nýja dagsetningu frá því vélarnar voru fyrst kyrrsettar í mars.

Kyrrsetningin hefur valdið fjölda flugfélaga búsifjum enda MAX vélarnar þær söluhæstu í flugsögunni. Icelandair er eitt þeirra en félagið þurfti að uppfæra sína flugáætlun og leggja niður flug til nokkurra áfangastaða. Félagið bætti fimm leiguvélum í flota sinn í sumar en leigu samningar tveggja þeirra rennur út í lok ágúst og þrjár verða í rekstri út september. Unnið er að því að útfæra framlengingu leigusamnings einnar vélar út október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -