Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Mikið um innköllun á matvælum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innköllun á matvælum hefur stóraukist upp á síðkastið.

Krónan í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallaði um mánaðamótin kjúklingalasagne um allt land. Í vörunni var að finna egg, sellerí og sinnep án þess að þess væri getið á lista yfir innihaldsefni á umbúðum vörunnar. Afurðirnar eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda en ekki tilgreindar á umbúðum vörunnar. Af þessum sökum varaði Matvælastofnun neytendur við neyslu vörunnar.

Innköllun á matvælum hefur stóraukist upp á síðkastið en það sem af er ári hefur Matvælastofnun innkallað matvæli í fjórtán skipti. Til samanburðar voru matvæli innkölluð í sjö skipti á fyrri hluta síðasta árs og í níu skipti á sama tíma fyrir tveimur árum. Fáheyrt er að matvæli séu innkölluð jafnoft og nú.

Herdís M. Guðjónsdóttir hjá Matvælastofnun segir fjölgun innköllunar á matvælum einkum skýrast af vanmerkingum á ofnæmis- og óþolsvöldum.  „Aukin tíðni innkallana vegna þessa er að öllum líkindum til komin vegna skýrari reglna um tilgreiningu á ofnæmisvöldum en þó líklega enn fremur vegna aukinnar áherslu á þessi mál í eftirliti.  Ekki kemur til innkallana ef feitletrun vantar, eingöngu ef ofnæmis-/óþolsvaldur er ekki tilgreindur í listanum yfir innihaldsefnin eða á umbúðum í tilfelli matvæla þar sem ekki er krafa um innihaldslista.“

Vörur sem þarf að innkalla finnast oftast í markaðseftirliti heilbrigðiseftirlitsins, eftirliti Matvælastofnunar, frá neytendum eða viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) um hættuleg matvæli og fóður.

Á vef RASFF má m.a. sjá að í Evrópu eru innkölluð ýmis konar matvæli á degi hverjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -