Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Minni útvarpstónlist og meiri útrás

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Gaukur Grétuson eða GKR sendi frá sér nýtt efni fyrr í mánuðinum, plötuna Útrás sem hefur að geyma sjö ný lög.

Beðinn um að lýsa nýjasta efninu sínu segir rapparinn GKR: „Þetta er aðeins minni útvarpstónlist heldur en ég hef gert áður. Þetta er algjört rapp, það er meiri útrás í þessu. Ég var að fókusera á að gera rapp“. Hann tekur svo fram að hann kalli nýja efnið ekki plötu, frekar mixtape. „Ég lít ekki beint á þetta sem plötu vegna þess að ég myndi vilja eyða meiri vinnu í plötu, bæði í tónlistina og allt „conceptið“ í kringum hana,“ útskýrir GKR sem varði um tveimur mánuðum að vinna lögin á Útrás.

Spurður út í hvort hann sé aðeins að skipta um stíl með þessu nýja efni segir hann: „Já, kannski aðeins. Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra, meiri læti og meira rapp. Maður er náttúrulega alltaf að þróast, þroskast og læra.“

„Eldri tónlistin mín er aðeins litríkari á meðan þetta nýja er aðeins dekkra.“

GKR hefur fengið góð viðbrögð við nýja efninu að eigin sögn. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð, það kom smá á óvart. Sú tónlist sem er almennt vinsæl í dag er meira svona poppað rapp en þetta nýja efni mitt er ekki þannig. Þess vegna hélt ég að Útrás myndi bara virka fyrir fólk sem hlustar mikið á rapp, að flestir ættu erfitt með að skilja „vibe-ið“ í þessu. En fólk er að peppa þetta og virðist fíla þetta vel. Alls konar fólk. Það er skemmtilegt!“

Þegar GKR er spurður út í hvort hann spái mikið í hlustunartölum, hvað nái vinsældum meðal almennings og hvað ekki, segir hann: „Alveg eitthvað, en bara til að vita hvað fólk er að fíla. Ég vil ekki festa mig í þessu því ef ég myndi gera það þá myndi ég ekki þora að gefa út tónlist. Ég skoða alveg hvað fólk er að fíla og hlusta mest á en ég vil ekki einblína of mikið á það.“

Erfitt að velja uppáhald

Aðspurður hvort hann eigi sér uppáhaldslag af Útrás á GKR erfitt með að svara. „Það er erfitt að segja. Lagið Áttaviti er óvinsælasta lagið hjá hlustendum en í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er svolítið öðruvísi og svo gaman að rappa það live. Það er öðruvísi hljómur í því. En svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

- Auglýsing -

GKR tekur líka fram lagið Úff sem rapparinn Birnir er í. „Ég var búinn að gera lagið sjálft en ég hélt ekkert endilega að það væri neitt spes. Svo kemur Birnir og heyrir þetta lag í stúdíóinu og var mjög hrifinn. Hann vildi rappa inn á það og stemmningin var rosa skemmtileg í stúdíóinu…mér finnst það skila sér. Það er svo gaman að gera tónlist með fólki sem maður fílar.“

„Svo eru það lögin Útrás og Hellaður, það þykja mér vera skemmtilegustu lögin.“

Að lokum segir GKR nýja efnið fjalla að vissu leyti um sleppa fram af sér beislinu. „Maður verður að leyfa sér að gera hluti og læra af þeim. Að þora að missa sig smá og prófa nýja hluti, innan vissra marka auðvitað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -