Þriðjudagur 23. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Mjaldrarnir mæta: Litla-Hvít og Litla-Grá á leið til Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mjaldrasystur tvær, þær Litla-Hvít og Litla-Grá, lenda á landinu um klukkan tvö í dag eftir um 30 klukkustunda langt flug frá Sjanghæ, en þeir höfðu dvalið í dýragarði þar í borg. Mjaldrar eru tannhvalir af hvíthvalaætt og eru um tonn af þyngd hvor og sérútbúnir tankar sem flytja þá eru um níu tonn hvor, enda fullir af vatni.

Þeir munu á endanum vera færðir í framtíðarheimili í Klettsvík í Vestmanneyjum en munu verða í sóttkví fyrst um sinn auk þess sem þarf að venja þá hægt og rólega við kaldara vatn.

Það er TVG-Zimzen sem sér um flutning mjaldranna hér á landi, þar sem þeim verðum ekið um Suðurstrandarveginn og í Herjólf sem fer með þá síðasta spölin til Vestmanneyja. Það er hins vegar Beluga samtökin um hvalagriðastaði sem standa að verkefninu, en þetta eru samtök sem helga sig því að koma hvölum aftur fyrir í sínu náttúrulega umhverfi.

Báðar eru þær systurnar tólf ára gamlar og ættaðar frá Rússlandi. Þær eru hrifnar af síld og loðnu samkvæmt heimasíðu Beluga, sem taka auk þess fram að sú gráa sé hrekkjótt og gjörn á að spýta vatni á þjálfara sína á meðan Litla-Hvít eru öllu hléldrægari en myndi samt sterk tengsl við þjálfara sína.

Fréttablaðið greinir frá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -