Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Myndar einstaka og „ófullkomna“ hunda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðlaunaljósmyndarinn Alex Cearns gaf nýverið út bókina Perfect Imperfection – Dog Portraits Of Resilience And Love. Í bókinni eru eingöngu myndir af hundum sem eru „ófullkomnir“ að einhverju leyti.

Sumir hundanna eru blindir, aðrir eru í hjólastól og enn aðrir þjást af mange-sjúkdómnum. Eitt eiga myndirnar sameiginlegt – þær eiga eflaust eftir að kalla fram bros á andlitum margra.

Lady Bug er blind.

„Ástríða mín sem dýraljósmyndara er að fanga þessa yndislegu blíðu sem gerir allar verur dýrmætar og einstakar. Ég elska öll dýr og er þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að mynda þau, en þau sem eru álitin öðruvísi eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Þetta eru hundar sem hafa misst fótlegg, sem fæddust án auga eða eru enn með ör vegna ofbeldis,“ segir Alex í viðtali við Bored Panda.

„Flest dýr sem þjást af sjúkdómum spá ekki í því. Þau aðlaga sig líkama sínum án þess að kvarta og þau lifa af með festu að vopni. Þau halda alltaf áfram og vilja taka þátt í öllu sem þau geta, alveg eins og gæludýr með fulla líkamsfærni,“ bætir hann við.

Alex segir að hugmyndin að bókinni sé komin frá japanska hugtakinu wabi-sabi, eða að sjá fegurð í misbrestum. Hann segir stjörnur bókarinnar, hundana sjálfa, hafa kennt sér margt.

Aryah kramdist í kviði móður sinnar.

„Þrautseigja dýra að yfirstíga erfiðleika kemur mér sífellt á óvart. Þau lifa lífinu til fulls og ég hef lært svo margt af þeim um hvernig er hægt að sjá það jákvæða í öllum aðstæðum og gefast aldrei upp.“

Mya er blind.
Dot missti augað.
Jakk fæddist með vanskapaða framfætur.
Vegemite missti augað.
Reuben og Keisha í hjólastólunum sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -