Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Nasistar á mótorhjólum og hefnigjörn sjávargyðja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Páll Óskar, söngvari og leikari, deilir með lesendum nokkrum sakbitnum sælum. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Páll Óskar, söngvari og leikari, deilir með lesendum nokkrum sakbitnum sælum.

„Það skal tekið fram að ég fæ enga sektarkennd yfir þessu myndum. Ég skammast mín ekki baun fyrir kvikmyndasmekk minn og upplifi bara sælu við áhorf þessara mynda. Almenni kvikmyndaáhorfandinn myndi spyrja sig hvern andskotann hann væri að horfa á, en ég er ekki hann,“ segir Páll Óskar ákveðinn.

Lady Terminator (Jalil Jackson – Indónesía 1988)
Ekki fokka í þessari dömu. Indónesía dældi frá sér drasli á níunda áratugnum og þessi mynd er sú besta af þeim. Ver- og hefnigjörn sjávargyðja vaknar til lífsins úr löngum dvala, dressar sig upp í leður, reddar sér hríðskotabyssu (sem tæmist aldrei) og drepur alla karlmenn sem á vegi hennar verða – eftir að hún sængar hjá þeim auðvitað. Mögnuð blanda af kvenkyns Terminator og Kill Bill. Ég þurfti oft að spóla til baka og klípa mig.

Bring it on (2000)

Godzilla vs. The Smog Monster! (Yoshimitsu Banno – Japan 1971)
Upprunalegu japönsku Godzilla-myndirnar eru ekkert minna er stórkostleg listaverk. Maður dáist að öllum litlu handgerðu „stórborgunum“ sem er svo rústað af manni í gúmmíbúningi. Hér berst Godzilla við útblástur bíla og verksmiðja – mengun sem safnast saman af mannavöldum og stökkbreytist í risaskrímsli með tvö augu og karakter. Þú byrjar að flokka plast og pappír eftir þessa mynd.

Bring it on (2000)

Mad Foxes (Paul Grau – Sviss/Spánn 1981) Upprunalegur titill: Los Violadores
Eurodrasl gerist ekki betra. Mótorhjólagengi aðhyllist nasisma, misþyrmir og drepur fólk. Kærasti ungrar konu leitar hefnda og lagar á sér hárið á meðan. Þetta er ein af fáum myndum sem ég hef séð í lífinu sem hefur ekkert „continuity“. Engin sena meikar sens við næstu senu. Hljóðsetning myndarinnar yfir á enska tungu er nauðsynlegur partur af stuðinu. Myndin sem þú þarft að sjá með berum augum til að trúa að hún hafi verið gerð.

- Auglýsing -

Bring it on (2000)

Double Agent ’73 (Doris Wishman – Bandaríkin 1973)
Chesty Morgan er brjóstgott svar við Bond. Elsku stúlkan var með alvörurisabrjóst sem náðu niður að hnjám. Hér leikur Chesty njósnara sem á að uppræta og drepa heróínsmyglara og taka myndir af líkunum. Myndavél er plantað í vinstra brjóstið á henni og löngu fyrir daga Instagram fær hún milljón ástæður til að fara úr brjóstahaldaranum og taka myndir af öllu því sem hún drepur, sér og borðar.  Með flassi. Doris Wishman var eini kvenleikstjóri sögunnar sem sérhæfði sig í B-myndum og ferill hennar er eins og fullkomlega ótrúleg lygasaga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -