Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Neyðarástand í loftslagsmálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Írland fylgdi Bretlandi eftir síðastliðinn þriðjudag þegar þingið samþykkti einróma að lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsmála. Þessi tvö lönd eru enn sem komið er þau einu sem hafa samþykkt slíka yfirlýsingu. Aðgerðin kemur í kjölfar mótmælaöldu ungs fólks þar sem kallað er eftir aðgerðum ríkja og alþjóðasamfélagsins í baráttunni við hlýnjandi jörð.

 

En hvert er inntak þessara yfirlýsinga? Fyrst og fremst eru þær táknrænar. Yfirlýsingin er pólitísk stefnuyfirlýsing. Þær hafa ekki lagt skyldur á herðar stjórnvöldum til að grípa til sérstakra aðgerða t.d. að draga fremur úr losun gróðurhúsalofttegunda eða tryggja betur líffræðilegan fjölbreytileika jarðarinnar sem á undir högg að sækja. Aðilar virðast ennfremur deila um hvað slíkar yfirlýsingar þýða. Hér á landi myndi hins vegar slík yfirlýsing, ef hún yrði samþykkt í þingsályktunarformi með aðgerðarlista eða sem stefnumótun, vera bindandi fyrir íslensk stjórnvöld að framkvæma.

Leiðtogi Græna flokksins í Írlandi, Eamon Ryan, benti réttilega á að slík yfirlýsing þýðir tæknilega ekki neitt fyrr en aðgerðir fylgja með. Að hans viti þýðir það að stjórnvöld verði að taka óþægilegar ákvarðanir, grípa til aðgerða sem þeim langar ekki að fara í.

Leiðtogar ýmissa landa að taka við sér í loftslagsmálum þrátt fyrir að hafa ekki lýst yfir neyðarástandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði á síðasta ári að Frakkar muni ekki eiga í samningaviðræður um millilandaviðskipti við lönd sem uppfylla ekki Parísarsáttmálann. Það mun þá eiga við um viðskipti við Bandaríkin.

Þá hefur hann einnig lagt fram kröfu, í slagtogi við lönd eins og Spán og Holland, um stífari aðgerðir á vettvangi Evrópusambandsins við að draga úr losun gróðurhúslofttegunda. Þá hafa hundruðir borga sett sér það markmið að verða kolefnishlutlausar árið 2025-2050 t.d. með að banna bíla í miðborgum, byggja hágæðaalmenningssamgöngur og flýta fyrir rafbílavæðingu.

Skilaboð aktívista eru hins vegar sú að tímalínur séu ekki nógu skarpar og það sé ekki verið að gera nóg. Til að koma í veg fyrir eyðileggingu og hörmungar á jörðinni krefst skuldbindinga um að endurskoða allt og gera breytingar þar sem þörf er á, einkum við að aðlaga lifnaðarhætti okkar og lifa sjálfbært.

- Auglýsing -

Þótt slíkar stefnuyfirlýsingar hafi ekki í för með sér beinar aðgerðir eru þær skref í rétta átt. Skref í þá átt að vekja fólk til vitundar um alvarleika þeirrar þróunar í umhverfismálum sem nú á sér stað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -