Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ofbeldisdómur hefur engin áhrif á stjórnarsetu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dæmdur fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni.

Staða Ólafs William Hand í aðalstjórn Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) er óbreytt þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að ganga í skrokk á barnsmóður sinni. Varaformaður klúbbsins segir málið ekki hafa áhrif á stöðu hans.

Áralöng forræðisdeila Ólafs Williams og barnsmóður hans hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Í lok síðasta árs var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita barnsmóður sína ofbeldi eftir atvik á heimili hans og jafnframt til að greiða henni 400 þúsund krónur í bætur. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

Samkvæmt dómnum tók Ólafur barnsmóður sína hálstaki, þrengdi ítrekað að hálsi hennar og hrinti henni þannig að hún féll í gólfið. Gögn og myndir af bráðamóttöku Landspítalans leiddu í ljós „marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa“. Ólafur var sýknaður af því að hafa rifið í hár barnsmóður sinnar og hent henni utan í vegg. Sambýliskona Ólafs var jafnframt sýknuð af því að hafa veist að barnsmóður hans með ofbeldi. Dómurinn er ekki lengur aðgengilegur á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.

Gögn og myndir af bráðamóttöku Landspítalans leiddu í ljós „marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa“

Ólafur hefur haldið því fram að hann hafi verið að verja heimili sitt og koma í veg fyrir að barnsmóðir hans og sambýlismaður hennar hefðu barnið, er forræðisdeilan snýst um, á brott með sér. Barnið var í umsjá Ólafs William þegar atburðurinn átti sér stað. Í yfirlýsingu sem Ólafur William sendi frá sér mótmælir hann því að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki. „Rétt er að ég var dæmdur fyrir að reyna verja mitt heimili en ég tók hana aldrei hálstaki eins og ég var sakfelldur fyrir. Hef ég tekið ákvörðun um að áfrýja þessum dómi.“

Látinn fara frá Eimskip
Ólafi var sagt upp hjá Eimskip í síðasta mánuði en hann hafði gegnt stöðu upplýsingafulltrúa og forstöðumanns markaðsmála á alþjóðasviði undanfarin 10 ár. Borið var við breytingum á skipuriti fyrirtækisins og ráðningu nýs forstjóra en fram kom að Ólafur muni sinna verkefnum fyrir fyrirtækið fram á vor.

Ólafur hefur um árabil setið í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur (GR) og er fulltrúi í félags- og kappleikjanefnd klúbbsins. GR er fjölmennasti golfklúbbur landsins, rekur til að mynda öflugt kvenna-, barna- og unglingastarf og skilaði um 78 milljónum í hagnað á síðasta starfsári. Félagsmenn eru um 3000 talsins. Eimskip hefur verið einn helsti styrktaraðili klúbbsins undanfarin ár en stjórnarseta Ólafs er ekki á vegum fyrirtækisins.

„Þetta er ekkert sem hefur áhrif á stöðu Ólafs í stjórninni“

- Auglýsing -

Mannlíf kannaði hvort staða Ólafs innan stjórnar GR væri breytt í ljósi undangenginna atburða. „Þetta er ekkert sem hefur áhrif á stöðu Ólafs í stjórninni,“ segir Elín Sveinsdóttir, varaformaður Golfklúbbs Reykjavíkur í samtali við Mannlíf. Ekki hefur verið fundað í stjórninni frá því Ólafi var sagt upp hjá Eimskip. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í lok mánaðar en ekki hefur fengist uppgefið hvort staða Ólafs verði rædd þar. Aðrir stjórnarmenn sem Mannlíf ræddi við segjast ekki hafa tekið afstöðu til málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -