Ómáluð á forsíðunni og nánast óþekkjanleg

Söngkonan Christina Aguilera prýðir forsíðu tímaritsins Paper, en eflaust hafa margir ekki áttað sig strax á hver forsíðustúlkan var. Christina er nefnilega þekkt fyrir að vera mikið máluð og fyrir að elska glimmer og glamúr, en á forsíðunni, sem og á nokkrum myndum inni í blaðinu, er hún algjörlega ómáluð. Á sumum myndunum er hún lítið máluð, en með dramatíska augnmálningu.

Falleg forsíða.

Viðtalið við Christinu tekur Marie Lodi og er áhersla lögð á þá staðreynd að Christina hefur verið dugleg að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða stíl, síðan hún hóf feril sinn á tíunda áratug síðustu aldar.

Náttúruleg fegurð.

AUGLÝSING


„Ég hef alltaf verið manneskja sem elskar að gera tilraunir, ég elska leiklist, ég elska að búa til sögur og leika karakter í myndböndum eða á sviði,” segir söngkonan í viðtalinu og bætir við:

„Ég er flytjandi. Það er manneskjan sem ég er frá náttúrunnar hendi. En ég er á þeim stað núna, líka í tónlistinni, að það er frelsandi tilfinning að geta fjarlægt allt óþarfa og meta hver ég er og meta hráa fegurð.”

Geggjuð listakona.

Christina talar einnig um tíma sinn sem dómari í hæfileikaþættinum The Voice og af hverju hún ákvað að hætta.

Sæt í svarthvítu.

„Ég get ekki verið á sama stað of lengi sem er ástæðan fyrir því að sú staða sem ég var í í sjónvarpinu varð of bindandi. Ég þarf hreyfingu, ég þarf að kanna, vera listamaður, skapa og breyta,” segir Christina.

Dramatísk augnmálning.

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is