Föstudagur 19. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Til fullorðinna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Síðast en ekki síst

 

Rifjið upp atvik í vinnunni, þegar tiltekið verkefni var komið í hnút. Þið þekkið þetta, endalausir fundir, allir á kafi, Indriði á kantinum og bank í ofnunum. Verkefnið stækkaði og stækkaði en miðaði ekkert áfram. Svo voru fengin fersk augu að borðinu, frá einhverjum sem var ekki samdauna öllu ferlinu, og viti menn lausnin varð augljós.

Þarna erum við stödd í dag. Loftlagsmálin eru í hnút og okkur miðar lítið áfram. Með aðra hönd á bílstýrinu horfum við í bakspegilinn á unga fólkið í aftursætinu, bendum því á þversögnina í því að fá skutl í skólann sama dag og það ætlar að mótmæla loftslagsbreytingum og fáum okkur síðan orkugefandi sopa af take-away kaffi svo við getum sinnt kapítalískum viðskiptum með auðlindir og afurðir það sem eftir lifir dags. Við sjáum ekki heildarmyndina, agnúumst út í smáatriði og höldum að við séum að hjálpa ungu fólki að sjá villu vegar síns, en vitiði hvað? Við erum of samdauna verkefninu.

Við þurfum fersk augu nýrrar kynslóðar. Já, sú kynslóð er ung, reynslulaus og á margt eftir ólært – en það er líka hennar stærsti og dýrmætasti kostur. Nýrri kynslóð er sama hvernig hlutirnir „hafa alltaf verið gerðir“ og það eitt gefur henni frelsi til að gera betur.

Við eigum boð frá ungum aðgerðasinnum um að taka þátt í vikulöngu Allsherjarverkfalli fyrir loftslagið sem hefst í dag. Þetta er mikilvægt boð. Hættum að gjaldfella hugsjónir ungmenna því að það vill þannig til að þau leyfa stundum mat eða er skutlað á æfingu. Mætum og mótmælum með þeim.

En það var þetta með atvikið í vinnunni. Muniði hvað gerðist eftir að þessi með fersku augun sá lausnina? Verkefnið var endurskipulagt, ýmsu kastað fyrir róða (Indriði varð fúll) en þetta hafðist. Eftir allt erfiðið þá að lokum hafðist það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -