Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Vaðið dýpra í flórinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar stjórnmálahreyfingar sem gera út á ótta og hatur ná árangri í kosningum skapa þeir sjálfum sér og öðrum ýmis vandamál. Íslandsvinurinn Pia Kjærsgaard og félagar hennar í Danska þjóðarflokknum eru til dæmis að komast að því þessa dagana að aðrir flokkar ætla að ná sér í þá kjósendur sem Danski þjóðarflokkurinn er búinn er að hræða með linnulausum áróðri sínum gegn innflytjendum.

Öfgamegin við Danska þjóðarflokkinn eru komnir fram tveir flokkar sem farnir eru að mælast með töluverðan stuðning í skoðanakönnunum, en kosið verður til þings í Danmörku 17. júní. Öfgamegin er hér notað vegna þess að ekki er hægt að fella Danska þjóðarflokkinn og þessi afsprengi þeirra undir hinn hefðbundna vinstri-hægri ás stjórnmálanna. Á stefnuskrám þeirra eru ýmis velferðarmál sem gætu allt eins átt heima í stefnu flokka vinstra megin við miðju og hatrið er að finna á báðum enda skalans.

Móðurplógurinn og græðlingarnir

Þessir tveir græðlingar sem eru að spretta upp úr jarðveginum sem Danski þjóðarflokkurinn hefur verið að plægja og rækta undanfarin ár heita Nye Bor­gerlige og Stram Kurs, eða Nýi borgaraflokkurinn og Harðlína. Báðir hafna því alfarið að Danmörk taki á móti flóttafólki og hatast sérstaklega við múslima.

Þessi kunnuglegu leiðarminni úr stefnumálum Danska þjóðarflokksins bera nýju flokkarnir fram af enn meiri ofsa en móðurplógurinn. Leiðtogi Harðlínu, Rasmus Paludan, hefur til dæmis verið dæmdur sekur fyr­ir hat­ursorðræðu og stendur reglulega fyrir bókabrennum þar sem Kóraninn, helsta helgirit múhameðstrúarfólks, er notaður sem eldsmatur.

Samkvæmt skoðanakönnunum falla þessir flokkar samanlagt rúmlega 5 prósent danskra kjósenda vel í geð. Og á meðan púkarnir fitna á fjósbitanum dregur úr mætti Danska þjóðarflokksins sem er þó nú þegar búinn að sýna að hann er tilbúinn að vaða enn dýpra í flórinn en áður. Þegar skoðanakannanir fóru að sýna mikið fall í fylginu brást flokkurinn við með því að senda frá sér yf­ir­lýs­ingu um að Dan­mörk ætti að hætta alfarið að taka á móti flótta­fólki. Kapphlaupið í átt að botni fjóshaugsins er þannig hafið í kosningabaráttunni.

- Auglýsing -

Þögli meirihlutinn

Þessi vandræði Danska þjóðarflokksins eru svo vandamál alls samfélagsins því flokknum tókst að draga innflytjendaandúðina inn í meginstraum stjórnmála í Danmörku. Flokkurinn fékk 21 prósent atkvæða í kosningunum 2015 og varð þar með næststærsti flokkur landsins. Annars staðar á Norðurlöndunum höfum við séð flokka sem gera út á sömu mið fá álíka fylgi. Stór hluti kjósenda fyrirlítur hatursboðskapinn en drjúgum hluta fellur hann vel í geð.

Aðrar stjórnmálahreyfingar á Norðurlöndunum hafa verið í töluverðu basli með hvernig skal tækla þessa flokka. Afleiðingarnar hafa verið að umburðarlyndi hefur almennt farið þverrandi.
Á Íslandi höfum við verið laus við flokka sem gera út á hatur og ótta við innflytjendur. Lítil ástæða er þó til að ætla annað en að hér gæti slíkur flokkur náð sæmilegri fótfestu rétt eins og annars staðar á Norðurlöndunum. Auðvitað erum vð með stjórnmálamenn hér sem vita að þarna er eftir atkvæðum að slægjast. Fylgi upp á 15 til 20 prósent getur komið flokki inn í ríkisstjórnarsamstarf og þá fylgja samningar um mál sem verða hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar. Skyndilega getur þjóð vaknað upp við að mál sem stærsti hluti hennar er andsnúinn er orðið hluti af opinberri stefnu.

- Auglýsing -

Staðreyndin er sú að flokkar með mælska leiðtoga geta æst upp minnihlutann sem er veikur fyrir hatrinu. Hitt vitum við líka að öflugar stjórnmálahreyfingar geta virkjað með kröftugum hætti meirihlutann sem vill búa í samfélagi þar sem ríkir friður og ró, þótt þar búi líka fólk með aðra siði og hætti en það sjálft. Mikilvægt er að þeir flokkar okkar sem aðhyllast mannúð bregðist ekki þessu hlutverki sínu því spurningin er ekki hvort heldur hvenær rasískur popúlistaflokkur stígur inn á sviðið fyrir alvöru hér. Við sjáum nú þegar merki þess að sumir stjórnmálamenn eru farnir að hugsa sér til hreyfings.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -