Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ráðuneyti framsóknarmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félagsmálaráðuneytið hefur fallið framsóknarmönnum í skaut í hvert sinn sem þeir hafa tekið þátt í ríkisstjórn frá árinu 1995. Alls hafa ráðherrar úr röðum Framsóknarflokksins stýrt ráðuneytinu í 17 ár á síðustu 23 árum.

 

Í maí síðastliðnum störfuðu 70 nefndir, stjórnir og ráð á vegum félagsmálaráðuneytisins, af þeim eru 21 skipað formönnum, án tilnefningar, sem hafa tengsl við Framsóknarflokkinn. Af þeim skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra níu formenn.

Forveri hans Eygló Harðardóttir, sem gegndi embætti félagsmálaráðherra á árunum 2013 til 2017, skipaði hina tólf formennina.

Frá því Ásmundur Einar tók við embættinu hefur hann jafnframt skipað formenn þriggja stjórna á vegum félagsmálaráðuneytisins með tengsl við Framsóknarflokksinn ásamt því að skipa aðstoðarmann sinn formann Tryggingastofnunar ríkisins. Þá hefur Ásmundur Einar verið gagnrýndur fyrir að skipa í þrjár stöður innan félagsmálaráðuneytisins án þess að auglýsa stöðurnar, þar á meðal stöðu ráðuneytisstjóra.

Ásmundar Einar sagði í samtali við Kjarnann að þegar um er að ræða nefndir, ráð og hópa á vegum ráðuneytisins sem taka stefnumótandi ákvarðanir sem tengjast pólitík þá séu formenn nefndanna pólitískt skipaðir. „Þegar pólitískar nefndir eru skipaðar þá er horft til þess að skipa þær pólitískt, það er ekkert óeðlilegt við það.“

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í heild sinni á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -