Clicky

 

Róbert Wessman fluttur í Garðabæ

Róbert Wessman og Ksenia Shak­hmanova eru flutt úr Skuggahverfinu í Garðabæinn.

Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, og unnusta hans, Ksenia Shak­hmanova, fluttu í Garðabæinn um áramótin samkvæmt heimildum Mannlífs. Það er því mikið um að vera í lífi parsins en þau eiga einnig von á barni í apríl.

Nýja heimilið er Tjaldanes 15 í Garðabæ. Um einbýlishús sem var byggt árið 1990 er að ræða en Róbert og Ksenia hafa undanfarið látið gera eignina upp. Þau fluttu svo inn um áramótin. Húsið er í kringum 400 fermetra. Halldór Gíslason, arkitekt, teiknaði húsið.

Til gamans má geta var eignin metin á 42 milljónir árið 1994 en því var sagt frá í tímaritinu Eintak. Þar sagði: „Telst það því í hópi dýrustu íbúðarhúsa á Íslandi, að sögn fasteignasala.“ Húsið hefur þá í gegnum tíðina ratað reglulega á lista í fjölmiðlum yfir glæsilegustu fasteignir landsins.

Áður bjuggu þau Róbert og Ksenia í Skuggahverfinu í rúmlega 300 fermetra íbúð.

AUGLÝSING


Parið trúlofaði sig í september þegar Róbert bar upp bónorðið í Þríhnjúkagíg.

Þess má geta að Ksenia hefur undanfarið lagt stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík.

 

Ekki missa af þessum

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is