Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Segir vanta upp á fínhreyfingar hjá læknanemum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prófessor við læknadeild í Imperial College í London segir getu læknanema til að vinna í höndunum hafa farið hrakandi með árunum. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá,“ segir hann.

Roger Kneebone, prófessor við Imperial College í London, segir ungt fólk verja svo miklum tíma fyrir framan tölvur og snjallsíma að það er farið að missa hæfileikann til að vinna í höndunum. Þetta kemur sér illa fyrir læknanema sem þurfa á fínhreyfingum að halda í læknastarfinu, t.d. til að skera upp og sauma sjúklinga.

„Þetta er aðkallandi mál,“ segir Kneebone í viðtali við BBC. Hann segir marga nemendur sína standa sig vel í bóklegum þáttum læknanámsins en illa í því verklega sökum þess að það vantar mikið upp á fínhreyfingar hjá yngri kynslóðum.

Hann segir sig og kollega sína hafa miklar áhyggjur af þessari þróun. „Hér áður fyrr gerði maður ráð fyrir að nemendur hefðu lært þessa praktísku hluti í skóla; klippa út og búa til hluti í höndunum. En ekki lengur,“ segir Kneebone. „Nú snýst allt um að strjúka flatan skjá.“

Hann segir mikilvægt að nú bregðist skólakerfið við og sjái til þess að ungt fólk fái aukna menntun í verklegum greinum þar sem það lærir að nota hendurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -